Karamellukaka
60 g smjör
100 g sykur
2 msk púðursykur
1 tsk vanilludropar
1 egg
150 karamellusúrmjólk
150 g hveiti
1/4 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
Karamellusósa:
50 g smjör
100 g púðursykur
2 msk mjólk
Krem:
rúmlega helmingur karamellusósunnar
1/2 tsk vanilludropar
150 -200 g flórsykur
mjólk ef þarf (1 tsk í einu)
Byrjið á að þeyta saman mjúkt smjör, sykur og púðursykur. Bætið við eggi og þeytið vel áður en súrmjólk, vanillu og þurrefnum er bætt við. Hrærið þurrefnum varlega saman með sleif.
Smyrjið bökunarform eða setjið bökunarpappír í formið og hellið deiginu í það. Dreifið vel úr deiginu og bakið síðan í 25 mínútur við 175°c eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.
Á meðan kakan er í ofninum er hægt að sjóða karamellusósuna.
Hitið saman smjör og sykur í potti og bætið við mjólk þegar púðursykurinn hefur náð að leysast upp. Látið krauma í 1-2 mínutur og takið síðan af hitanum. Látið karamelluna kólna áður en hún er notuð í kremið.
Þegar karamellusósan hefur kólnað má byrja á að setja helming sósunnar ásamt flórsykri og vanilludropum í skál og þeyta saman. Bætið við örlítilli mjólk ef þörf er á að þynna út kremið eða flórsykri til að þykkja.
Þegar kakan hefur kólnað alveg má skreyta hana með kreminu og afgangur karamellusósunnar má setja yfir kremið.