Kínverskur kjúklingur Tso hershöfðingja

Kínverskur kjúklingur Tso hershöfðingja
(1)

3 kjúklingabringur

40 g maíssterkja

1 egg

1/2 tsk rauður pipar (í flögum)

2 hvítlauksgeirar hakkaðir

1 cm rifinn engifer

smá svartur pipar

sósa:

60 ml kjúklingasoð

2 msk hoi sin sósa

4 tsk soja sósa

1 msk hrísgrjónaedik

1 tsk chili mauk

1 tsk sesamolía

2 msk púðursykur

1 msk vatn

1 tsk maíssterkja

sesamfræ og sneiddur vorlaukur til að toppa réttinn

Byrjið á að setja maíssterkjuna í eina skál og slá eggið í sundur með gaffli í annarri skál. Skerið bringurnar í munnbitastærð, dýfið í eggjablönduna og veltið síðan kjúklingnum upp úr maíssterkjunni.

Úðið örlítilli olíu yfir kjúklinginn og steikið í air fryer við 180°c í 8-10 mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur náð yfir 70°c kjarnhita.

Á meðan kjúklingurinn er eldaður má útbúa sósuna.

Blanda saman innihaldsefnum í sósuna í sér skál.

Hitið olíu á pönnu við mjög háan hita og steikið hvítlaukinn ásamt rauða piparnum í u.þ.b. hálfa mínútu og síðan er sósunni bætt á pönnuna.

Þegar sósan hefur náð að þykkna er fullelduðum kjúklingum bætt út á pönnuna og öllu blandað saman. Toppað með vorlauk og sesamfræjum og borið fram með hrísgrjónum.