Kirsuberjabaka
1 pakki hafrakex, mulið (225 g)
3 msk brætt smjör
2/3 bolli sjóðandi vatn
1 pakki jello kirsuberja
1 bolli ískalt vatn
1 dós cool whip*
Byrjið á að setja mulið kex í botninn á bökuformi og dreifið bræddu smjör yfir.
í skál á að leysa upp jello duftið í heitu vatni og bæta síðan köldu vatni og cool whip. Hræra vel saman og setja blönduna í kæli í 15 mínútur. Hrærið upp í blöndunni og hellið yfir kexbotninn. Geymið í kæli í a.m.k. 4 klst. Berið fram með smávegis þeyttum rjóma og skreytið jafnvel með kokteiberi ef vill.
Cool whip fæst stundum í verslunum Hagkaupa á Amerískum dögum.