Kjúklingapasta með piparostasósu
2 kjúklingabringur
400 g þurrt heilhveitipasta
1 púrrulaukur, þunnt skorinn
1 græn eða gul paprika, smátt skorin
1-2 tómatar mjög smátt skornir
1 stk piparostur, rifinn
50 g rjómaostur
svartur pipar eftir smekk
1/2 teningur nautakraftur, mulinn
1 teningur kjúklingakraftur, mulinn
2-3 dl vatn
örlítið af chili dufti (td. mexican chili)
örlítill sneiddur vorlaukur
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka.
Skerið kjúklingabringurnar og steikið þær upp úr örlítilli olíu á pönnu.
Setjið steiktan kjúklinginn til hliðar og bætið grænmetinu á pönnuna. Steikið grænmetið í nokkrar mínútur og setjið síðan út á steikta kjúklinginn.
Setjið að lokum 2 dl af vatni á pönnuna og leysið upp nauta- og kjúklingakraftinn.
Setjið rjómaostinn á pönnuna ásamt rifnum piparosti og hrærið í á meðan osturinn bráðnar. Kryddið til með svörtum pipar. Ef sósan er of þykk má bæta við vatni eftir þörfum. Setjið kjúklinginn, steikta grænmetið og soðna pastað út á pönnuna.
Stráið sneiddum vorlauk yfir og berið fram með góðu hvítlauksbrauði.