Klósettvatn (bolla)

Klósettvatn (bolla)

Þessi drykkur ætti að vera einkennisdrykkur ársins 2020.

1 l vodki

500 ml blue curaco

2 l eplacider eða perucider

2 l sprite

Þunnar sítrónu eða lime sneiðar

Klaki eða þurrís

Skerið sítrusávextina í þunnar sneiðar. Setjið í stóra bolluskál eða annað ílát sem tekur a.m.k. 6 lítra.

Setjið klaka í skálina. Blandið vodka og blue curaco saman og hellið perucider og sprite varlega saman við.