Kóla kjúlli

Kóla kjúlli

4 stk bringur, skornar í bita

3 rauðar paprikur í bita

1 skorinn laukur

330 ml diet coke

200 ml kjúllasoð

120 g passata

4 msk tómatpúrra

2 hvítlauksrif, rifin

2 tsk worchestersauce

1 msk soja sósa

1 tsk mixed dried herbs

sugar snap peas

Steikja kjúkling, lauk og papriku í nokkrar mínútur á pönnu með smávegis olíu. Bæta við hvítlauk og steikja í 1-2 mín í viðbót.

Setja allt í slow cooker nema baunirnar. Láta réttinn eldast á low í 6-8 klst eða high í 3-4 klst. Láta baunirnar út í undir lokin (síðustu 30 mín). Gott að bera fram með grjónum.