Kóreskar salatvefjur

Kóreskar salatvefjur
(2)

1-2 tsk sesamolía (toasted sesame oil)

4 hvítlauksrif söxuð smátt

3 kjúklingabringur skornar afar smátt

60 ml soja sósa

2 tsk sykur

2 tsk púðursykur

1-2 msk chili paste ég nota kóreskt chili mauk (gochujang)

safinn úr einni lime

kálblöð, td iceberg

Blanda saman í skál sojasósu, sykri, púðursykri, chilimauki og lime safa.

Hita pönnuna og steikja hvítlaukinn í 1-2 mín og bæta síðan kjúklingnum á pönnuna. Þegar kjúklingurinn er orðinn hvítur á að hella sojablöndunni út á pönnuna og láta krauma þar til sósan er orðin að hálfgerðri karamellu.

Bera strax fram í kálblöðum, Mér finnst best að nota iceberg og jafnvel strá smá þunnt skorinni rauðri papriku útá.