Kryddbrauð

Kryddbrauð

160 g hveiti

120 g sykur

120 g haframjöl

2 tsk kakó

1 tsk kanill

1 tsk matarsódi

250 ml súrmjólk

1 egg

Allt hrært saman með sleif og sett í smurt jólakökuform. Bakað við 200°c í 60 mín. Þegar brauðið hefur fengið að bakast í 30 mín er gott að breiða álpappír yfir formið til að það brenni ekki á toppnum.

Gott er að stinga á brauðið með prjóni til að ganga úr skugga um að brauðið sé fullbakað. Ef prjónninn kemur hreinn út er brauðið fullbakað. Þetta brauð er einstaklega gott volgt með smjöri og osti.