Lárperumauk Guacamole
2 stórar lárperur (avocado)
1/4 rauðlaukur
1 límona, safinn
1 tómatur
smá klípa maldon salt
1/2 rautt chilialdin, smátt saxað (má sleppa)
Byrjið á að skera rauðlaukinn og tómatinn afar smátt og setjið á skál. Kreistið safann úr límónunni yfir laukinn og setjið örlítið salt yfir. Skerið lárperuna í tvennt, takið steininn úr ávextinum og skafið aldinkjötið úr hýðinu. Stappið aldinkjötið með gaffli og blandið síðan út í laukinn. Bætið við smátt söxuðu chili ef vill.
Ef geyma á maukið er best að setja plastfilmu þett upp að maukinu til að koma í veg fyrir að maukið verði brúnt og ólystugt. Límónusafinn hjálpar einnig til við að halda maukinu fallega grænu lengur.