Lauksúpukjúklingur
2 laukar, þunnt sneiddir
1 msk smjör
3 msk nautasoð
4 kjúklingabringur
salt og pipar
2 tsk olía
250 ml vatn
1 teningur nautakraftur
2 msk maíssterkja og 4 msk vatn
4 sneiðar ostur
Byrjið á að sneiða laukinn í tvennt og skera hann í þunnar sneiðar. Eldið laukinn í smjörinu í um 30-40 mínútur á meðal hita til að ná að brúna laukinn vel.
Setjið laukinn til hliðar.
Reynið að ná kjúklingnum í jafnar steikur með því buffhamri. Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar og steikið þar til kjötið er ekki lengur bleikt í miðjunni.
Takið kjúklinginn til hliðar og hitið natasoðið á pönnunni. Hristið maíssterkjuna og vatn saman og hellið út á sjóðandi nautasoðið. Hrærið rösklega í sósunni. Bætið lauknum og kjúklingnum út á pönnuna. Leyfið sósunni að þykkna örlítið. Leggið ostsneiðarnar á hverja bringu og setjið lokið á pönnuna til að bræða ostinn.
Þessi er bestur borinn fram með soðnum kartöflum og salati.