Léttara pasta carbonara

Léttara pasta carbonara
(1)

1/4 fínt sneiddur púrrulaukur

1/4 smátt skorin paprika

2 hvítlauksrif skorin í tvennt

1/2 askja sveppir skornið í sneiðar

1 bréf skinka eða skinkukurl

200 g tagliatelle pasta

100 g smurostur með skinku og beikon

100 g léttur rjómaostur (philadelphia light)

1 egg

125 ml undanrenna

svartur pipar

1-2 tsk olía til steikingar

smá rifinn parmesan og steinselja ef vill

Sjóða pasta eftir leiðbeiningum og steikja á meðan papriku, púrrulauk, hvítlauk og sveppi. Þegar grænmetið er mjúkt á að veiða hvítlaukinn upp úr og henda honum. Þeyta saman mjólk, egg og osta ásamt smá svörtum pipar. Setja soðið pasta út á pönnuna ásamt eggja osta blöndunni og steikja i 2-3 mínútur.

Bera fram með góðu hvitlauksbrauði og jafnvel rífa smá parmesan yfir pastað og steinselju.