Mexíkósk súpa

Mexíkósk súpa

1 laukur

2 hvítlauksrif

3-4 kjúklingabringur

1/2 tsk cumin

1 tsk mexican chili (milt)

1/8 tsk cayennpipar

1 líter vatn

3 teningar kjúklingakraftur

1 grænmetisteningur

1 líter tómatsafi

2 tsk worchestershire sósa

1 dl maískorn

1 dós svartbaunir, skolaðar

1/2 græn paprika, smátt skorin

Bringurnar skornar í bita og steiktar. Bætið vil lauk og hvítlauk og leyfið að mýkjast í olíunni áður en öllum öðrum innihaldsefnum er bætt út í pottinn. HItið upp að suðu og leyfið að sjóða við muðlungs hita í 30 mínútur.

Þessi súpa er best borin fram með nachos flögum, sýrðum rjóma og rifnum osti.