Muffins
150 g sykur
2 egg
100 gr smjörlíki, brætt
200 g karamellu jógúrt eða kaffijógúrt
1/4 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar
300 g hveiti
100 gr saxað súkkulaði
Byrjið á að þeyta vel saman egg og sykur. Bætið við smjörlíki, vanillu og jógúrt. Setjið ap lokum lyftiefni, hveiti og súkkulaði saman við deigið og hrærið sman með sleif.
Setjið deigið í lítil bréfform (u.þ.b. kúfaða matskeið í hvert form).
Bakið við 200° hita í 15 mínútur.
Ég nota oftast suðusúkkulaði en það er líka gott að setja t.d saxaðar pecanhnetur í deigið.