Múmíumuffins

Múmíumuffins

1 bolli hveiti

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

3/4 bolli sykur

1 1/2 msk kakó

70 g smjörlíki

1/2 bolli mjólk

1 stórt egg

Skraut og fylling:

Smjörkrem: 30 g smjör og 100 g flórsykur, mjólk ef þarf að þynna

jarðaberjasulta,

kökuskrauts augu

hvítur fondant

Þeytið saman mjúkt smjör og sykur. Bætið egginu út í og þeytið áfram.

Blandið þurrefnum og mjólk út í og hrærið saman með sleif.

Setjið pappírsform í muffins form og fyllið formin að 2/3.

Bakið við 180°c í 20 mínútur eða þar til kökuprjónn kemur hreinn út ef stungið er á kökuna.

látð kökurnar kólna og skerið holu í toppinn á hverri köku (geymið "lokið")

Setjið sultu í holuna, smávegis smjörkrem og lokið síðan sett aftur yfir til að loka holunni.

Fletjið út fondantinn og skerið í mjóa renninga. Leggið renningana yfir hverja köku og setjið augu til að útbúa múmíur.