Nígerískar nýrnabaunir

Nígerískar nýrnabaunir

1 dós nýrnabaunir

1 msk jarðhnetuolía

1/2 lítill laukur smátt skorinn

1 hvítlauksgeiri rifinn

1/4 græn paprika smátt skorin

1/2 tsk cumin

1 1/4 dl niðursoðnir tómatar

1 tsk salt

1/8 tsk cayenne pipar

1/2 msk sítrónusafi

1 msk hnetusmjör

Sjóða nýrnabaunir þar til þær eru orðnar mjúkar

Mýkja hvítlauk og lauk í olíu og bæta við papriku og cumin. Steikja í smá stund. Blanda öllu saman í pottinn og sjóða við vægan hita í 7-10 mín.

Bera fram með soðnum hrísgrjónum.