Nornafingur (hrekkjavökukex)

Nornafingur (hrekkjavökukex)
(2)

225 g mjúkt smjör

125 g flórsykur

1 egg

1 tsk vanilludropar

1 tsk möndludropar

350 g hveiti

1 tsk salt

1 tsk lyftiduft

heilar möndlur

glassúr (vatn, flórsykur og rauður matarlitur)

Smjör, egg og flórsykur ásamt dropunum er hrært saman. Síðan er hveiti, salti og lyftidufti bætt við.

Best er að geyma deigið í ísskáp í 15 mínútur til að auðveldara verði að vinna það.

Hitið ofninn í 160°c og setjið bökunarpappír á plöturnar.

Takið rúmlega teskeið af deigi í einu og mótið kúlu og síðan í lengju á milli lófanna. Hver lengja er sett á bökunarpappírinn. Skornar eru þunnar rákir þar sem eiga að vera hnúar og möndlu er komið fyrir í annan endann eins og nögl.

Bakið þar til kökurnar eru aðeins farnar að taka lit í kantana.

Látið kólna aðeins og lyftið þvínæst möndlunni af og setjið dropa af rauðum glassúr undir og setjið möndluna aftur á sinn stað (þetta límir möndluna á sinn stað, annars er hætt að hún detti af). Hægt er að pensla hinn enda kökunnar með smá glassúr og jafnvel sletta smá glassúr yfir.

Athugasemdir

  • 10/28/2021 1:43:47 PM

    Máni

    Geggjað góðir og flottir