Ofnbökuð purusteik
2-3 kg svínakjöt með puru, síða, bógur eða úrbeinaður hryggur
20 negulnaglar
10-15 lárviðarlauf brotin í tvennt
1 msk gróft salt
1 msk olía
Sósa:
700 ml soð af kjötinu
1/2 teningur svínakjötskraftur
1 tsk maíssterkja
3 msk kalt vatn
örlítill malaður svartur pipar
50 ml matreiðslurjómi
3 msk rifsberjahlaup
Forhitið ofninn í 250°C.
Skerið djúpar rákir í skinnhliðina en gætið þess að skera ekki alla leið í kjötið.
Leggið kjötstykkið á hvolf í ofnskúffu (með puruna niður) og helið sjóðandi vatni í botninn á skúffunni svo að puran liggi í 1-2 cm djúpu sjóðandi vatni. Setjið í ofninn og bakið í 10 mínútur.
Takið úr ofninum og snúið kjötstykkinu við svo puran snúi upp og leggið á grind í ofnfatinu. Nuddið olíu og salti yfir og stingið lárviðarlaufum og negulnöglum í rákirnar á purunni.
Lækkið hitann á ofninum í 175°C og stingið kjöthitamæli í kjötið. Eldið kjötið þar til kjöthitamælirinn sýnir 65°C (um klst á hvert kg).
Þegar kjötið hefur náð 65°C er ofnhitinn hækkaður upp í 250°C til að fá puruna til að poppa. Það þarf að fylgjast vel með á meðan þetta er gert því stutt er á milli þess að fá vel poopaða puru yfir í að hún brenni. Takið kjötið úr ofninum og leyfið því að standa í 15-20 mínútur áður en það er skorið.
Á meðan kjötið jafnar sig er hægt að útbúa sósuna. Takið soðið úr ofnskúffinni og síið fituna frá. Setjið 1/2 tening af svínakjötkrafti til að bragðbæta sósuna. Þykkið soðið með því að leysa 1 tsk af maíssterkju í 2 msk af köldu vatni og hræra blöndunni rösklega saman við kraumandi soðið. Setjið nokkra dropa af matarlit út í sósuna, smakkið til með svörtum pipar og 2-3 matskeiðum af rifsberjahlaupi. Setjið að lokum 50 ml af matreiðslurjóma út í sósuna og hitið í 1 mínútu.
Berið gjarnan fram með brúnuðum kartöflum, maískorni og sósunni.