Ólífuostakúlur

Ólífuostakúlur

20 g smjör

1 dl rifinn ostur

0,7 dl hveiti

smá skvetta worchestershire sósa

10 stórar grænar ólífur

Vinna saman allt nema ólífurnar þar til deigið er meðfærilegt. Gott er að kæla deigið aðeins áður en unnð er með það en ég notaði frosinn rifinn ost svo ég gat sleppt því skrefi.

Taka smá hluta úr deiginu (um 2 tsk) og hnoða litla skál í lófanum. Seja ólífu inn í deigskálina og loka deiginu utanum hana.

Ég fékk 10 stk úr þessum

Baka við 180°c í 20 mín.

Frábært með hvítvíninu eða ísköldum bjór.