Ostborgari í ofnfati

Ostborgari í ofnfati
(1)

85 g þurrt pasta

1 tsk ólífuolía

3/4 bolli laukur, fínt skorinn

250 g nautahakk

1 lauf hvítlaukur, rifið

salt og pipar

1 msk tómatpúrra

1 msk dijon sinnep

1 dós hakkaðir tómatar

100 g rifinn ostur

súrar dill gúrkur (dill picles)

Sjóða pastað og setja í ofnfat. Steikja hakkið, bæta við lauk, hvítlauk og tómat ásamt tómatpúrru og sinnepi. Steikja í nokkrar mínútur og blanda síðan við soðna pastað. Dreifa osti yfir og baka í ofni þar til osturinn er bráðinn. Bera fram með súrum gúrkum og jafnvel Heinz yellow mustard (eða annað amerískt gult sinnep) og tómatsósu til að toppa ostborgarastemninguna.