Paella með kjúkling
1 bakki úrbeinuð kjúklingalæri skorin í bita (8-10 læri)
3 tsk olífuolía (1 tsk notuð í einu)
1 lítill laukur
2 hvítlaukslauf, söxuð
1/2 dós hakkaðir tómatar (200 g)
1/2 tsk gróft salt, td. Maldon salt
1-2 tsk paprika, má vera smoked paprika
klípa saffran
1/2 tsk maísmjöl (cornflour)
smá malaður negull, á hnífsoddi
350 g arborio grjón
1 rauð paprika skorin í strimla
1/2 dl frosnar grænar baunir
1 sítróna, skorin í báta
1 líter kjúklingasoð, hitað að suðu (einfaldast að leysa upp tvo teninga í sjóðandi vatni úr hraðsuðukatlinum)
Grjónin sem notuð eru almennt í paella kallast Bomba en þar sem þau fást ekki á Íslandi er hægt að nota arborio grjón.
Undirbúningur:
Byrjað er á að skera helming paprikunnar í strimla og hinn helminginn í litla bita. Laukurinn og hvítlaukurinn er skorinn smátt og kjúklingurinn er skorinn í stóra bita.
Paprikustimlarnir eru steiktir upp út 1 tsk af olíunni í nokkrar mínútur. Taka paprikustrimlana til hliðar og geymið þar til í lokin.
Bætið við 1 tsk af olíunni til viðbótar á pönnuna og steikið kjúklinginn.
Þegar kjúklingurinn er steiktur í gegn er síðasta teskeið olíunnar bætt við á pönnuna og laukurinn, paprikubitarnir og hvítlaukurinn steiktur í 1 mínútu til að mýkja grænmetið.
Bætið tómötum og kryddum ásamt maísmjöli út á pönnuna og steikið áfram í 2-3 mínútur ásamt smá vatni ef þarf.
Kjúklingasoðið er sett út á pönnuna og eldið upp að suðu. Hitinn er lækkaður og grjónunum er bætt út á pönnuna ásamt grænum baunum. Reynið að dreifa úr grjónunum þannig að jöfn dreifing sé yfir pönnuna því ekki verður hrært aftur í réttinum fyrr en hann er borinn fram.
Grjónin eru soðin við vægan hita í 20-25 mínútur. Síðan er slökkt undir, steiktu paprikunni raðað ofaná réttinn og lok sett á pönnuna eða hægt er að breiða yfir með álpappír og leyfa réttinum að standa í 15-20 mín mínútur áður en hann er borinn fram.
Raða sítrónubátum ofan á réttinn þannig að hver og einn geti kreist safa yfir eftir smekk.