Pekan brownies

Pekan brownies

70 g smjör

100 g suðusúkkulaði

3 egg

300 g sykur

100 g hveiti

1/2 tsk salt

1 tsk vanilludropar

Þeyta egg í létta froðu, bæta sykri útí í smáum skömmtum og hræra vel á milli.

Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði. Sigtið þurrefnin út í skálina með eggjablöndnni og bætið brædda súkkulaðinu ásamt vanilludropum saman við. Hrærið varlega saman með sleif.

Bakað við 175°c í 15 mínútur.

Karamellusósa:

55 g smjör

70 g púðursykur

2 msk rjómi

Smjör og sykur hitað að suðu í potti og hrært stanslaust í á meðan. Taka af hitanum og láta kólna aðeins, bæta rjóma útí og hella yfir kökuna.

75 g af pekan hnetum dreift yfir kökuna og bakað í 15 mínútur í viðbót.

Skorið í brownies bita.