Pestókjúklingur

Pestókjúklingur
(2)

Hann er ekki mikið fyrir augað þessi réttur og er oftast bara kallaður Grænn kjúklingur heima hjá mér en hann er bragðgóður og svo ótrúlega einfaldur.

4 kjúklingabringur

4 msk hlynsíróp

1 krukka grænt pestó (190 g)

Blanda saman pestói og sírópi í botninn á ofnfati.

Skera kjúklingabringur í nokkra bita. Velta bitunum aðeins uppúr pestósírópinu.

Baka við 200°c í 30 mínútur. Bera fram með basmati hrísgrjónum.

Athugasemdir

  • 7/4/2020 11:03:47 AM

    Elsa

    Þessi var mjög góður og einfaldur :)