Piña Colada kjúklingur

Piña Colada kjúklingur

Marinering:

3 kjúklingabringur skornar í fernt eða lundir

150 ml kókosmjólk

2 tsk siracha hot sauce

1 msk lime safi

Brauðhjúpur:

1 brauðsneið rifin í matvinnsluvél

70 g kókosmjöl

Sósan:

1 dl sýrður rjómi

1/2 lítil dós ananas crushed

50 g kókosmjólk

1-2 tsk stevia

Skera kjúklinginn og láta hann liggja í marineringunni í 2 klst eða lengur í kæli.

Hita ofninn í 200 °c. Veiða kjúklinginn úr marineringunni (marineringunni er hent) og velta honum upp úr brauðrasp blöndunni. Raða kjúklingnum á bökunarpappírsklædda plötu og baka í 25-30 mínútur. Snúa kjúklingnum eftir 15-20 mínútna bakstur.

Blanda sósuna og bera fram með kjúklingnum og góðu salati.