Piña colada ís
Þessi er óáfengur og alveg ótrúlega ferskur.
1 dós Coco lopez (sætur kókosrjómi)
1 lítil dós ananas í eigin safa
1 dós kókosmjólk
1 tsk kanill
Engin þörf er á að setja sykur aukalega í þessa uppskrift þar sem Coco lopez rjóminn er dísætur.
Þessu er öllu skellt í blandara og maukað vel saman.
Síðan er blöndunni hellt yfir í ísvél eða ef slíkur tækjakostur er ekki við höndina er hægt að frysta ísinn í formi en þá er gott að hræra nokkrum sinnum upp í blöndunni til að minni líkur séu á að ísnálar myndist.