Piparkökur
180 gr smjörlíki
500 gr hveiti
250 gr sykur
4 tsk kanill
2 tsk negull
2 tsk engifer
2 tsk matarsódi
1/2 tsk hvítur pipar
1 dl síróp
1 dl mjólk
Deigið er hnoðað vel saman og flatt út með kökukefli.
Þá er hægt að stinga út form með piparkökufomum.
Ef þið eigið ekki piparkökuform má alveg eins búa til litlar kúlur og setja þær á plötu, þrýsta aðeins með flötum gaffli ofan á þær.
Bakað við 200°c þar til þær eru aðeins farnar að taka lit.
Fyrir ævintýragjarna piparkökubakara er hægt að skera út úr miðjunni á nokrum kökum og setja mulinn brjóstsykur í holuna fyrir baksturinn til að búa til sykurglugga. Athugið að kökurnar þurfa að fá að kólna alveg á plötunni til að bræddur brjóstsykurinn nái að storkna.