Gróf pítubrauð bökuð á pönnu

Gróf pítubrauð bökuð á pönnu

2 bolli hveiti (290 g)

1/2 bolli heilhveiti (80 g)

1 tsk salt

1 msk ólífuolía

1 msk sykur

2 1/2 tsk þurrger

1 bolli volgt vatn

Leyfið þurrgerinu að freyða í volgu vatninu ásamt sykri (10 mín).

Blandið saman við þurrefni og hnoðið vel. Látið deigið hefast í a.m.k. klst og skiptið síðan í 10 kúlur. Passa þarf að kúlurnar séu vel sléttar og fletjið það síðan út með kökukefli í kringlóttar kökur sem eru um 10 cm í þvermál.

Raðið á plötu og leyfið kökunum að hefast í 20 mín undir viskustykki.

Hitið pönnu á hæsta hita og þurrsteikið eitt brauð í einu.

Brauðin eiga að blása út þegar þau fara að bakast á seinni hliðinni en síðan er gott að geyma brauðin vafin í hreint viskustykki til að þau þorni ekki upp.