Pizzadeig
Ég hef prófað margar uppskriftir í gegnum tíðina að pizzadeigi og get fullyrt að þessi virkar vel.
Ég geri 2 stórar pizzur úr þessum skammti eða 4 þunnbotna einstaklings pizzur:
1,5 tsk þurrger
240 ml volgt vatn
1,5 msk olía
1 tsk salt
400 g hveiti
Leysa þurrgerið upp í volgu vatni og leyfa því að standa í 10 mínútur áður en hveiti, olíu og salti er bætt saman við.
Hnoða deigið vel og leyfa því að hefast þar til að það hefur tvöfaldast að stærð (30-40 mín).
Skipta deiginu í tvennt, fletja botnana út með kökukefli (eða í höndunum fyrir lengra komna). Setja pizzasósu, ost og önnur álegg eftir smekk. Baka við 200°c þar til kantarnir eru gullinbrúnir.