Poppkorns kjúklingur
Þetta slær í gegn hjá öllum krökkum. Þegar verið er að gera þessa smáu kjúklingabita er um að gera að passa að kryddin séu bæði í eggjablöndunni og í hveitihjúpnum. Berið fram með brúnni kjúklingasósu eða tómatsósu.
400 g kjúklingabringur eða lundir
2 egg
1/2 tsk salt
örlítill svartur pipar
2 tsk paprika
1 tsk laukduft
1/2 tsk hvítlauksduft
2 dl hveiti
Skerið kjúklingin í munnbita stærð.
Stillið upp tveimur skálum. Í fyrri skálinni eru eggin slegin í sundur með gaffli. Í seinni skálina á að setja hveiti ásamt kryddunum. Gott er að setja örlítið af kryddunum út í eggin. Dýfið kjúklingabitunum upp úr eggjablöndunni og síðan í hveitið.
Forhitið air fryer í 180°c. Úðið olíu í botninn á air fryer körfunni og setjið bitana í körfuna. Ekki starfla bitunum ofaná hven annan heldur steikið kjúklinginn í skömmtum ef þarf. Úðið olíu yfir kjúklinginn og steikið í 8-10 mínútur. Stingið í stærsta bitann til að kanna hvort kjarnhiti nái yfir 70°c.