Quiche með skinku og ananas

Quiche með skinku og ananas
(1)

2 blöð filodeig

4 babybel light

180 g hreinn smurostur

2 egg

4 eggjahvítur

salt

60 g reykt skinka

20 ólífur

smáir ananas bitar

30 g rifinn ostur

Raða filo deiginu í stórt bökuform eða tvö lítil lausbotna form. Setja skinku, ananas og ólífur ásamt smáum babybel ostabitum. Píska saman egg og smurost ásamt salti (Það þarf ekki að nota mikið salt ef notaður er íslenskur smurostur þar sem íslenskir ostar innihalda bilað magn af bræðslusalti). Hella eggjablöndunni yfir og strá smá rifnum osti yfir.

Baka í 30 mín eða þar til eggjablandan er bökuð.

Þessi er snilld í nestiskörfuna og er jafnvel hægt að elda kvöldið áður og borða beint úr ísskápnum.