Rabarbarasulta slowcooker

Rabarbarasulta slowcooker

Það er eitthvað svo gott við heimagerða rabarbarasultu og þessi er enn einfaldari þar sem hún er hægelduð í slowcooker.

1 kg rabarbari

500 g sykur

Skolið rabarbarann og skerið hann í llitla bita.

Setjið rabarbara ásamt sykri í slow cooker og stillið á lægstu stillingu. Leyfið rabarbaranum að sjóða á lægstu stillingu í 6-7 klukkustundir. Hrærið í sultunni á u.þ.b. klukkutíma fresti.

Þegar sultan er tilbúin má setja hana á hreinar krukkur.