Ratatouille

Ratatouille

Einu sinnni var hægt að kaupa mjög svipaðan rétt á Nando's veitingastöðunum en það eru nokkur ár síðan hann var tekinn út af matseðlinum. Ég var mikill aðdáandi þessarar útgáfu þessa réttar og hef því reynt að endurskapa hann hér:

1 tsk olífuolía

2 lauf hvítlaukur, skorið gróft

1 rif sellerí, skorið í litla bita

1/2 rauðlaukur, skorinn í sneiðar

1/4 kúrbítur, skorinn í sneiðar

1/2 ferna passata

1 msk Nando's sósa (eða meira eftir smekk)

Grænmetið er steikt upp úr olíunni og tómötunum og sósunni er bætt út á þegar grænmetið er farið að mýkjast aðeins. Leyfa réttinum að sjóða við vægan hita þar til grænmetið er eldað í gegn. Smakka til með Nando's sósunni- hún er sterk.