Rjómaostur
Þessi uppskrift er einföld en ótrúlega góð og fengin frá henni Sigurlaugu sem ég vinn með. Osturinn kemur skemmtilega á óvart og er hægt að bragðbæta með nánast hverju sem er. Uppskriftin er stór og er tilvalið að skipta upp í þrennt og bragðbæta þá í þrennskonar útfærslum.
500 g óhrært skyr
250 ml rjómi
Skyr og rjómi eru hrærð saman og sett í sigti með kaffipoka. Leyfið mysunni að rennar úr blöndunni í 8-12 klst. (td. í kæli yfir nótt). Mysunni er hellt af og osturinn er bragðbættur.
Bragðefni:
Sítrónupipar og hlynsíróp
eða
sweet chili sósa
eða
chili sulta
eða
svartur pipar (þurr krydd þurfa að fá smá tíma til að blandast við ostinn, jafnvel hátt í 2 daga)