Rúgkökur
2 tsk þurrger
500 ml volg mjólk
110 g ljóst síróp
75 g mjúkt smjör
1 tsk salt
250 g rúgmjöl
300-500 g hveiti
Byrjið á að leysa gerið upp í volgri mjólkinni.
Bætið sírópi og salti út í ásamt mjúku smjöri, hveiti og rúgmjöli. Bætið við hveiti eftir þörfum.
Hnoðið deigið vel saman og leyfið því síðan að hefast í 60 mínútur.
Rúllið út deigið á hveitistráðu borði. Þegar deigið er um 1 cm að þykkt má pikka deigið með gaffli og skera út kringlóttar kökur að svipaðri stærð og undirskál. Best er að nota pizzaskera til að skera út kökurnar. Takið afskurðinn og hnoðið og fletjið aftur út.
Raðið kökunum á bökunarpappír og leyfið að hefast aðeins á meðan ofninn er hitaður í 200°c.
Bakið í nokkar mínútur en takið kökurnar út þegar þær eru farnar að taka lit í kantana.
Leyfið kökunum að kólna áður en þær eru settar í poka.
Athugasemdir
-
11/8/2023 4:12:26 PM
Inga Stefánsd
Heppnaðist mjög vel :) <3
-
11/8/2023 4:35:08 PM
Erla Steinunn
Það er ánægjulegt að heyra Inga :)