Sæt kartöflu og linsu súpa
300 g sæt kartafla, flysjuð og skorin í bita
3 meðalstórar gulrætur, skornar í bita
1/2 búnt vorlaukur skorinn í bita, einungis ljósi hlutinn
75 g þurrkaðar rauðar linsubaunir
5 cm biti engifer rifinn fínt
3/4 tsk karrí
1 tsk maldon salt
2 teningar grænmetiskraftur
2 hvítlauksrif, fínt skorin
6 bollar vatn
Setjið öll innihaldsefni súpunnar í pott og leyfið suðunni að koma upp. Lækkið hittann og leyfið að sjóða við vægan hita í 30 mínútur. Maukið súpuna með töfrasprota til að fá silki mjúka áferð.