Sætabrauðsdrengir
100 g smjörlíki, kalt i bitum
500 g hveiti
1 tsk sykur
1 tsk salt
2 tsk þurrger
3,5 dl volg möndlu- eða haframjólk
Smávegis möndlumjólk til að pensla með
1 dl sykur + 1 tsk kanill, blandað saman
Hitið ofninn í 200°C
Myljið smjörlíki vel saman við hveiti.
Setjið hveitiblönduna, sykur, salt og þurrger í skál og blabdið saman.
Bætið möndlumjólkina út í og hnoðið í sprungulaust deig
Látið deigið lyfta sér í 1/2 - 1 klst og skiptið síðan í 2 hluta.
Fletjið deigið út og stingið t.d. með piparkökumóti.
Raðið á smjörpappírsklædda bökunarplötu.
Penslið kökurnar með möndlumjólk og stráið kanilsykri ofan á.
Bakið í 8-10 mín við 200°c.