Sætar kartöflur með pekanhnetum

Sætar kartöflur með pekanhnetum
(1)

1 kg sætar kartöflur

salt

3 msk ólífuolía

2 msk hlynsíróp

2 tsk fínt rifin engiferrót

1/2 tsk cumin

1/4 tsk kanill

nýmalaður pipar

40 g pekanhnetur

Afhýða og skera kartöflurnar í bita. Sjóða í létt söltu vatni þar til meyrar. Mauka kartöflurnar og blanda olíu, sírópi og kryddum samanvið. Setja kartöflublönduna í form og strá (eða raða) hnetunum yfir. Baka við 200°c í um 20 mín