Sjónvarpskaka eggja- og mjólkurlaus

Sjónvarpskaka eggja- og mjólkurlaus

1 3/4 dl hveiti

1 dl sykur

1/2 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

1/2 tsk edik

1 tsk vanilludropar

1,2 dl vatn (120 g)

3 msk olía

Blandið öllum hráefnum saman og setjið í smurt form. Bakið við 175°c í 35-40 mín. Gott er að sjá hvort kakan sé fullbökuð með því að stinga tannstöngli í kökuna, ef hann kemur hreinn út er kakan fullbökuð.

Kókoskaramella:

2 msk smjörlíki

3 msk púðursykur

2 msk kókosmjöl

1 msk vatn

Allt í karamelluna sett í pott og hitað saman.

Þegar blandan fer að sjóða má taka hana af hitanum. Hella yfir fullbakaða köku og baka áfram í ofninum í 5 mínútur.