Skinku rúllutertubrauð

Skinku rúllutertubrauð
(1)

1 rúllutertubrauð

1 askja skinkumyrja

2-3 tsk majones

200 gr skinkustrimlar

1 dós grænn aspas

100 g rifinn ostur (geymið smávegis fyrir toppinn á rúllunni)

smá soð af aspasnum

season all

Blandið saman smurosti, aspas, skinku og majonesi saman í skál. Bætið við soði úr aspasdósinni ef þarf að þynna blönduna. Smyrjið blöndunni á brauðið og rúllið upp. Stráið smá rifnum osti og season all yfir rúlluna.

Bakið í 15-20 mín við 200°c.