Skonsur
400 g hveiti
4 msk sykur
1 msk lyftiduft
1/2 tsk salt
2 egg
75 gr. brætt smjör
4,5- 5 dl mjólk
Blanda saman þurrefnum og bæta við eggjum og smjöri ásamt helming af mjólk, bæta við mjólk eftir þörfum. Deigið á að vera frekar þykkt.
Baka á pönnu og snúa við þegar loftbólur fara að myndast á yfirborði kökunnar og kakan hefur tekið léttan gullinn lit.