Smáar oreo ostakökur

Smáar oreo ostakökur

250 g rjómaostur

110 g sykur

1 tsk vanilludropar

130 g grísk jógúrt

12 oreo kexkökur í botn

6 oreo kex mulin

Hitið ofninn í 135°c.

Þeytið saman rjómaost, egg, jógúrt og vanillu ásamt sykri. Blandið muldu kexinu varlega saman við.

Setjið pappírsform í bollakökuform.

Setjið eina kexköku í botninn á hverju formi.

Skiptið rjómaostablöndunni yfir kexið og bakið við 135°c í 30-40 mínútur eða þar til kökurnar hafa náð að stífna.

Leyfið kökunum að kólna og njótið.