Sóðaborgari (Sloppy Joe)

Sóðaborgari (Sloppy Joe)
(2)

400 g nautahakk

1 dós campells tómatsúpa

1 laukur saxaður smátt

1 græn paprika, söxuð smátt

2 msk tómatpúrra

1/2 tsk hvítlauksduft

1/4 tsk cumin

1 msk púðursykur

1/2 tsk paprikuduft

1 tsk borðedik

chili duft

svartur pipar

vatn eftir þörfum

Brúna hakkið á pönnu og bæta síðan tómatsúpunni, lauknum, paprikunni og öllum kryddunum saman við. Leyfa þessu að malla saman í 10- 15 mín og bæta við smá vatni ef þarf.

Borið fram í hamborgarabrauði, sem fylling í bakaðar kartöflur eða með soðnum grjónum.

Hugmynd að meðlæti: franskar eða bakað rótargrænmeti.