Steikar baka
500 g nautagúllas
salt og pipar
2 msk hveiti
350 ml rauðvín
2 greinar timjan
100 g litlir laukar
100 g sveppir
1 líter nautasoð
250 ml bjór
100 g smjördeig til að setja yfir í lokaskrefinu.
Smjördeig:
1/2 Bolli hveiti
2 tsk sykur
1/4 tsk salt
60 g kalt smjörlíki
1 msk grænmetisolía
1 1/2 msk kalt vatn
Hnoðað og kælt í a.m.k. 30 mín
Fyllingin:
Byrja á að salta og pipra gúllasið og velta því upp úr hveitinu. Þvínæst á að steikja kjötið á pönnu.
Þegar kjötið hefur brúnast á öllum hliðum má hella rauðvíninu út á pönnuna ásamt timjan greinum og sjóða þar til það hefur þykknað og náð nánast sírópskenndri áferð.
Á annarri pönnu eða potti á að brúna laukinn og sveppina. Ef notaðir eru skallot laukar er nóg að flysja þá og steikja þá heila, sveppirnir eru einnig hafðir heilir ef þeir eru litlir en annars er nóg að skera þá í tvennt eða fernt til að þeir verið ekki of litlir við eldun. Steikta grænmetinu ásamt nautasoðinu er hellt yfir kjötið og leyft að ná upp suðu, bæta bjórum út í og leyft að ná upp suðu aftur en síðan er öllu hellt yfir í ofnpott með loki.
Bakað í 175°c í 2-2 1/2 klst þar til kjötið er orðið meyrt og sósan hefur náða að þykkna.
Í lokin er kássan sett í ofnfat, smjördeig flatt út þar til að það nær yfir fatið. Pensla með eggjablöndu (egg og vatn slegið saman) og rauf skorin i miðju deigsins til að hleypa gufu út. Bakan er loks bökuð í 15 mínútur eða þar til smjördeigið hefur tekið gylltan lit.