Sterkur karrý kjúklingur

Sterkur karrý kjúklingur
(1)

400 g kjúklingabringa í bitum

100 g laukur skorin smátt

1 askja sveppir

300-400 g paprika

5-10 bitar jalapeño (sneiðar úr krukku) eða smá chilikrydd

salt og pipar

paprika

karrý

basil

1 tsk olía til steikingar

1 teningur kjúklingakraftur

1-2 dl vatn

100 g sýrður rjómi 10%

Hita olíu og steikja kryddið aðeins. Steikja kjúklinginn og bæta lauk útí ásamt vatni og kjúklingakraft. Láta malla í 15 mín ásamt kryddunum. Bæta við papriku og sveppum, láta malla í 15-30 mín í viðbót eða þar til vatnið er nánast allt farið. Taka pönnuna af hitanum og hræra sýrða rjómanum saman við til að búa til sósu. Gott með grjónum.