Strengjabaunir með sultuðum rauðlauk

Strengjabaunir með sultuðum rauðlauk
(1)

Strengjabaunir

1 rauðlaukur

1 msk olía

2 tsk balsamedik

1 msk púðursykur

vatn eftir þörfum

Snyrta baunirnar (skera báða endana af) og sjóða í 3 mínútur í létt söltu vatni. Kæla síðan baunirnar í sigti undir rennandi köldu vatni til að baunirnar verði ekki of mjúkar.

Skera laukinn í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Hita olíu á pönnu og mýkja laukinn. Bæta út á pönnuna balsamediki og púðursykri með smá vatni. Láta krauma í smá stund og bæta síðan baununum útá og hita í 1 mínútu.

Gott sem meðlæti með jólakalkúnanum eða kjúkling.