Súkkulaðikaka og krem

Súkkulaðikaka og krem
(1)

Þessi uppskrift er fengin frá Guðnýju vinkonu minni og þetta er hugsanlega besta súkkulaðikaka sem ég hef smakkað.

250 gr hveiti

150 gr sykur

150 gr ljós púðursykur

4- 4 ½ msk Kötlu kakó

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

½ tsk salt

2 egg

2/3 bolli mjólk (180 g)

½ bolli súrmjólk (130 g)

125 gr brætt smjörlíki, kælt aðeins

1 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 175-180 gráður.

Blandið þurrefnunum saman í skál. Hrærið eggjum, nýmjólk, súrmjólk og vanilludropum saman í annarri skál þar til allt hefur blandast vel saman. Blandið innilhaldi beggja skálanna saman og hrærið þar til allt hefur samlagast vel en þó ekki lengur en 2 ½ mínútu. Bakið í 25-30 mínútur.

Kremið:

1/2 bolli flórsykur

100 gr mjúkt smjör / smjörlíki

Hálf tsk vanilla

50 gr brætt og lítið kælt suðusúkkulaði

Sigta flórsykur í skál og bræða súkkulaði yfir vatnsbaði. Smjör hrært saman við súkkulaðið eftir að það bráðnar. Hella varlega saman við flórsykurinn ásamt vanilludropum.