Sykur kristallar

Sykur kristallar

1 bolli vatn

3 bollar sykur

Matarlitur

1-2 tsk bragðdropar

Hita vatn og sykur í potti upp að suðu. Taka af hitanum og setja lit og bragðefni saman við. Látið blönduna kólna í 20 mínútur.

Bleyta hálft sleikjóprik eða trépinna með sykurblöndunni og velta upp úr sykri.

Látið prikið með sykrinum þorna í 30 mínútur. Sykurinn á prikinu er það sem startar ferlinu við ræktun á sykur kristöllunum.

Setja sykurvatnið úr pottinum í krukkur og festa sykruðu prikin með þvottaklemmu þannig að sykraði hlutinn sé í sykurleginum án þess að snerta hliðarnar og botninn á krukkunni.

Þá er komið að því að bíða í 5-7 daga og leyfa krukkunum að standa óhreyfðar á meðan kristallarnir myndast.

Þegar réttri stærð er náð má pikka í toppinn (t.d. með hnífsoddi) meðfram sleikjó prikinu þar sem myndast hefur smávegis sykur skel efst í krukkunni.

Þegar sykur kristallarnir hafa náð að þorna má geyma þá í loftþéttum umbúðum.