Sykurpúðakartöflur

Sykurpúðakartöflur

3 sætar kartöflur (450 g)

1-2 msk púðursykur

Appelsínusafi

Sykurpúðar, smáir

Byrjið á að flusta kartöflurnar og skera í bita. Þvínæst má sjóða kartöflurnar þar til þær eru mjúkar.

Stappið kartöflurnar með púðursykri og smá appelsínusafa. Setjið katrtöflustöppuna í ofnfat.

Stráið sykurpúðum yfir kartöflurnar og bakið við 200° C í 10-20 mín, þar til sykurpúðarnir mýkjast og taka örlítinn lit. Gætið þess að þeir brenni ekki.