Taílensk súpa
1 laukur, saxaður
2 lauf hvítlaukur, rifin
2 cm engifer, rifinn
1 stk rauður chili
safi úr lime
400 ml kókosmjólk
4 msk red curry paste
1 rauð paprika skorin smátt
1 vorlaukur
1 gulrót smátt skorin
1 tsk paprika
1 grænmetisteningur
1 kjúklingateningur
1,5 lítri vatn
salt og pipar
1 bolli eldaðar rækjur eða kjúklingur, sett í lokin
Byrjið á að skera allt grænmetið og hitið olíu í potti ásamt lauk þar til hann verður mjúkur.
Rífið hvílauk og engifer út í pottinn og steikið í 1-2 mínútur.
Þvínæst má setja grænmetið og rautt karrímauk út í. Stekið áfram í 2-3 mínútur og setjið að lokum kókosmjólk, lime safa, vatn, krydd og súputeninga. Náið upp suðu og leyfið súpunni að sjóða áfram í 20 mínútur við vægan hita.
Í lokin má bæta út í súpuna einum bolla af elduðum rækjum eða elduðum kjúkling og leyfið súpunni að sjóða í 5 mínútur í viðbót.