Texas cheese fries

Texas cheese fries
(1)

500 g góðar bökunarkartöflur (td, Maris Piper) skornar í franskar

1-2 tsk olífuolía

2 tsk smoked paprika

0,5 tsk hvítlauksduft

0,5 tsk laukduft

0,5 tsk chili

0,25 tsk cumin

salt og pipar

6 sneiðar lúxusbeikon, steikt og skorið í strimla

100 g rifinn cheddar ostur eða mexicana

jalapeño sneiðar

Skera kartöflurnar og setja í poka ásamt olíunni og kryddunum. Hrista vel og hella síðan kartöflunum á bökunarpappírsklædda bökunarplötu. Baka við 200°c á blæstri í 25 mín. Snúa frönskunum einu sinni á meðan þær bakast. Taka franskarnar og setja yfir í ofnfat sem á að bera fram í og dreifa steikta beikoninu og ostinum ásamt jalapeño og baka í 2 mínútur eða þar til osturinn bráðnar. Bera fram með sýrðum rjóma með púrrulaukssúpudufti, ranch dressingu eða tómatsósu.