Tómat ólífubrauð

Tómat ólífubrauð
(1)

1 pakki ger

650 g hveiti

1 tsk sykur

1 tsk salt

60 g ólífuolía

3 dl vatn

100 g svartar ólífur og/eða grænar ólífur

50 g sólþurrkaðir tómatar skornir í bita

1 egg

Leysið gerið upp í ylvolgu vatninu með sykri og látið standa nokkrar mínútur. Setjið þurrefnin í skál ásamt olíunni og bætið gervatninu saman við ásamt ólífunum, tómötunum og egginu. Hnoðið rólega í 2 mínútur, síðan ögn hraðar í 3 mínútur, eða þar til slétt áferð er komin á deigið.

Takið deigið upp og skiptið í 2 brauðhleifa og setjið á brauðplötu eða í brauðform, úðið vatni yfir deigið úr úðabrúsa þannig að það verði vel blautt. Skerið rákið í deigið með beittum hníf.

Látið hefast í 40 mínútur, setjið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 20 mínútur, lækkið hitann í 180 gráður nokkrum mínútum eftir að brauðið fer í ofninn.